Á döfinni
Sumarljós og svo kemur nóttin vinnur til verðlauna í Santa Barbara
Kvikmynd Elfars Aðalsteins, Sumarljós og svo kemur nóttin, vann til verðlauna sem besta norræna myndin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Santa Barbara í í Kaliforníu.
Elfar og eiginkona hans Anna María Pitt, sem leikur eitt af aðalhlutverkunum í myndinni, voru viðstödd hátíðina og veittu verðlaununum viðtöku.
Mikill stjörnufans var á hátíðinni, þar sem meðal annars leikkonunrnar Cate Blanchett og Jamie Lee Curtis voru verðlaunaðar ásamt leikurunum Colin Farrell og Brendan Gleeson.
Myndin byggist á samnefndri skáldsögu eftir Jón Kalman Stefánsson og var frumsýnd á Íslandi í október 2022 .