Um KMÍ
Á döfinni

21.2.2023

Þorvaldur Davíð tekur við Shooting Stars viðurkenningu í Berlín

Þorvaldur Davíð Kristjánsson tók við viðurkenningu á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín í gær sem veitt er upprennandi evrópskum leikurum.

Viðurkennningin var afhent við hátíðlega athöfn í Berlinale Palast að lokinni stífri dagskrá þar sem leikarahópurinn sem útnefndur var í ár var kynntur fyrir fjölmiðlafólki og alþjóðlegum kvikmyndageira.

Á hverju ári velja samtökin European Film Promotion (EFP) tíu unga og efnilega leikara og leikkonur, úr hópi aðildarlanda samtakana, sem hafa vakið sérstaka athygli í heimalandi sínu og á alþjóðavettvangi. 

Átta konur og tveir karlar voru valdir í hópinn í ár, af 27 tilnefndum leikurum. Það er fjölþjóðleg dómnefnd sem velur hópinn, skipuð Jan Komasa frá Póllandi, Rebeccu van Unen frá Hollandi, Mariu Ekerhovd frá Noregi, Leo Barraclough frá Englandi og Veronicu Echegui, sem áður var í hópi Shooting Stars.

Sjá einnig: Þorvaldur Davíð valinn í Shooting Stars 2023