Um KMÍ
Á döfinni

10.1.2023

Þrjár íslenskar myndir sýndar á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg

Kvikmyndirnar Volaða land, Á ferð með mömmu og Svar við bréfi Helgu verða sýndar á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg , sem fer fram 27. janúar - 5. febrúar.

Volaða land keppir þar um Dragon-verðlaunin sem besta norræna kvikmyndin, á meðan Á ferð með mömmu og Svar við bréfi Helgu eru sýndar í Nordic Light hluta hátíðarinnar.

Volaða land, í leikstjórn Hlyns Pálmasonar, var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes síðasta vor. Hefur hún síðan verið sýnd á mörgum af virtustu hátíðum heims, svo sem San Sebastian-hátíðinni, þar sem hún vann Zabaltegi-Tabakalera verðlaunin, og á alþjóðlegu kvikmyndahátíðunum í Toronto og Telluride. Meðal annarra verðlauna sem hún hefur hlotið eru verðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Chicago, Golden Hugo-verðlaunin, sem besta myndin á hátíðinni.

Á ferð með mömmu, í leikstjórn Hilmars Oddssonar, var heimsfrumsýnd á Tallinn Black Nights kvikmyndahátíðinni í nóvember. Myndin vakti mikla athygli á hátíðinni og hreppti þar aðalverðlaun. Svar við bréfi Helgu var sömuleiðis sýnd á hátíðinni við mikla lukku.

Einnig hefur verið tilkynnt um hvaða verkefni taka þátt í  TV Drama Vision hátíðarinnar, en þar verður íslenska þáttaröðin Afturelding kynnt sem verk í vinnslu.

Sjá einnig:  Aníta Briem tilnefnd til handritaverðlauna Norðurlandanna