Um KMÍ
Á döfinni

8.11.2022

Elliott Crosset Hove tilnefndur til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna

Helstu tilnefningar til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2022 hafa verið kynntar.

Danski leikarinn Elliott Crosset Hove, sem fer með aðalhlutverkið í kvikmynd Hlyns Pálmasonar, Volaða land, er tilnefndur sem besti leikarinn. Þegar hafði verið tilkynnt um tilnefningar í völdum flokkum, þar á meðal í flokki gamanmynda þar sem íslenska myndin Leynilögga er tilnefnd .

https://www.youtube.com/watch?v=frsh-OGBVjQ

Kvikmyndirnar Close, í leikstjórn Lukas Dhont, Holy Spider, í leikstjórn Ali Abbasi, og Triangle of Sadness, í leikstjórn Ruben Östlund, hljóta flestar tilnefningar og keppa um verðlaun í helstu flokkum, sem besta evrópska kvikmyndin, fyrir bestu leikstjórn og besta handrit.

Verðlaunahátíðin fer fram í Reykjavík, í Hörpu, 10. desember .

Tilnefningar fyrir kvikmyndatöku, klippingu, leikmynd, búninga, förðun og hár, tónlist, hljóð og myndbrellur verða kynntar 23. nóvember. Tilnefningar sem kynntar voru í dag eru eftirfarandi:

Evrópsk kvikmynd

 • Alcarràs (Spánn-Ítalía).
  Leikstjóri: Carla Simón. Framleiðendur: María Zamora, Stefan Schmitz, Tono Folguera og Giovanni Pompili.
 • Close (Belgía-Frakkland-Holland)
  Leikstjóri: Lukas Dhont. Framleiðendur: Michiel Dhont, Dirk Impens, Michel Saint-Jean, Laurette Schillings, Arnold Heslenfeld, Frans van Gestel og Jacques-Henri Bronckart.
 • Corsage (Austurríki-Lúxemborg-Þýskaland-Frakkland).
  Leikstjóri: Marie Kreutzer. Framleiðendur: Alexander Glehr, Johanna Scherz, Bernard Michaux, Jonas Dornbach, Janine Jackowski, Maren Ade og Jean-Christophe Reymond.
 • Holy Spider (Danmörk-Þýskaland-Svíþjóð-Frakkland.
  Leikstjóri: Ali Abbasi. Framleiðendur: Sol Bondy og Jacob Jarek.
 • Triangle Of Sadness (Svíþjóð-Þýskaland-Frakkland-England).
  Leikstjóri: Ruben Östlund. Framleiðendur: Erik Hemmendorff og Philippe Bober.


Evrópsk heimildamynd

 • A House Made Of Splinters (Danmörk-Svíþjóð-Finnland-Úkraína).
  Leikstjóri: Simon Lereng Wilmont.
 • Girl Gang (Sviss).
  Leikstjóri: Susanne Regina Meures.
 • Mariupolis 2 (Litáen-Frakkland-Þýskaland).
  Leikstjóri: Mantas Kvedaravičius.
 • The Balcony Movie (Pólland).
  Leikstjóri: Paweł Łoziński.
 • The March On Rome (Ítalía).
  Leikstjóri: Mark Cousins.


Evrópskur leikstjóri

 • Lukas Dhont fyrir Close.
 • Marie Kreutzer fyrir Corsage.
 • Jerzy Skolimowski fyrir EO.
 • Ali Abbasi fyrir Holy Spider.
 • Alice Diop fyrir Saint Omer.
 • Ruben Östlund fyrir Triangle Of Sadness.


Evrópsk leikkona

 • Vicky Krieps í Corsage.
 • Zar Amir Ebrahimi í Holy Spider.
 • Léa Seydoux í One Fine Morning.
 • Penélope Cruz í Parallel Mothers.
 • Meltem Kaptan í Rabiye Kurnaz Vs. George W. Bush.


Evrópskur leikari

 • Paul Mescal í Aftersun.
 • Eden Dambrine í Close.
 • Elliott Crosset Hove í Godland.
 • Pierfrancesco Favino í Nostalgia.
 • Zlatko Burić í Triangle Of Sadness.


Evrópskur handritshöfundur

 • Carla Simón og Arnau Vilaró fyrir  Alcarràs.
 • Kenneth Branagh fyrir Belfast.
 • Lukas Dhont og Angelo Tijssens fyrir Close.
 • Ali Abbasi og Afshin Kamran Bahrami fyrir Holy Spider.
 • Ruben Östlund fyrir Triangle Of Sadness.

Evrópsk uppgötvun– Prix FIPRESCI

 • 107 Mothers (Slóvakía-Tékkland-Úkraína).
  Leikstjóri: Peter Kerekes.
 • Love According To Dalva (Belgía-Frakkland).
  Leikstjóri: Emmanuelle Nicot.
 • Other People (Pólland-Frakkland).
  Leikstjóri: Aleksandra Terpińska.
 • Pamfir (Úkraína-Frakkland-Pólland-Þýskaland-Síle).
  Leikstjóri: Dmytro Sukholytkyy-Sobchuk.
 • Small Body (Ítalía-Slóvenía-Frakkland).
  Leikstjóri: Laura Samani.
 • Sonne (Austurríki).
  Leikstjóri: Kurdwin Ayub.