Um KMÍ
Á döfinni
  • KMI_logo_171203

2.6.2020

Úthlutun úr Kvikmyndasjóði vegna sérstaks átaksverkefnis

Kvikmyndasjóður hefur úthlutað styrkjum af sérstakri 120 m.kr. fjárveitingu vegna átaksverkefnis stjórnvalda í kjölfar heimsfaraldurs kórónaveiru. Umsóknarfresti vegna átaksverkefnisins lauk þann 10. maí s.l. Samtals bárust 72 umsóknir og alls var sótt um 935,2 m.kr. Veittir voru 15 styrkir til framleiðslu, þróunar og kynningar kvikmynda. 

Við mat á verkefnum var sérstaklega litið til áhrifa styrkveitinga til að skapa störf og vega á móti efnahagssamdrætti vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Því var m.a. litið til fjölda listrænna lykilstarfsmanna sem koma að verkefnum sem sóttu um styrk. Eftirfarandi verkefni hlutu styrk:

Verkefni Leikstjóri Umsækjandi Upphæð     Flokkur
Framleiðslustyrkir         
Menningarborgin  Heiðar Mar Björnsson Muninn kvikmyndagerð 3.600.000 kr. Heimildamynd
Síðasti saumaklúbburinn  Rannveig  Jónsdóttir Nýjar hendur ehf. 35.000.000 kr. Leikin kvikmynd
Vegferðin  Baldvin Z Glassriver 20.000.000 kr. Leikið sjónvarpsefni
Þróunarstyrkir         
 Abbababb! Nanna Kristín Magnúsdóttir  Kvikmyndafélag Íslands  9.500.000 kr.  Leikin kvikmynd 
Berdreymi  Guðmundur Arnar Guðmundsson  Join Motion Pictures  7.000.000 kr.  Leikin kvikmynd 
Covid 19 - Ísland  Sævar Guðmundsson  Purkur  5.000.000 kr.  Heimildamynd 
Dansandi línur  Friðrik Þór Friðriksson  Ursus Parvus  1.800.000 kr.  Heimildamynd 
Fuglalíf  Heimir Hlöðversson  Compass Films  1.500.000 kr.  Heimildamynd 
Heima er best  Tinna Hrafnsdóttir o.fl.  Freyja Filmworks  5.000.000 kr.  Leikið sjónvarpsefni 
Næstum því heil öld  Yrsa Roca Fannberg  Akkeri Films  3.000.000 kr.  Heimildamynd 
Ormhildur the Brave  Þórey Mjallhvít  Compass Films  5.000.000 kr.  Leikið sjónvarpsefni 
Svar við bréfi Helgu  Ása Helga Hjörleifsdóttir  Zik Zak  7.000.000 kr.  Leikin kvikmynd 
 Turninn Ísold Uggadóttir  Skot Productions  5.000.000 kr.  Heimildamynd 
Kynningarstyrkir         
Síðasta veiðiferðin  Þorkell S. Harðarson, Örn Marinó Arnarsson  Nýjar hendur ehf.  5.400.000 kr.  Leikin kvikmynd 
 Þriðji Póllinn Andri Snær Magnason, Anní Ólafsdóttir  Elsku Rut ehf.  3.100.000 kr.  Heimildamynd

KMÍ bendir einnig á að opið er fyrir umsóknir í Kvikmyndasjóð allt árið og allar nánari upplýsingar má finna hér