Viðtöl við íslenska kvikmyndagerðarmenn á Berlinale - myndbönd
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Berlín fór fram í 72. skipti dagana 10. - 20. febrúar. Alls voru fjórar íslenskar myndir valdar í aðaldagskrá hátíðarinnar.
Hér fyrir neðan má sjá myndbönd frá hátíðinni þar sem aðstandendur íslensku myndanna ræða við Wendy Mitchell, norrænan tengilið og ritstjóra hjá Screen International, um myndirnar sínar.
Svörtu sandar - Baldvin Z og Hörður Rúnarsson
Sjónvarpsþáttaröðin Svörtu sandar tók þátt í Berlinale Series hluta hátíðarinnar. Hér má sjá viðtal við leikstjórann Baldvin Z og framleiðandann Hörð Rúnarsson.
Berdreymi - Guðmundur Arnar Guðmundsson
Kvikmyndin Berdreymi var heimsfrumsýnd í Panorama flokki hátíðarinnar. Þar hlaut myndin Europa Cinemas Label verðlaunin sem besta evrópska myndin. Hér má sjá viðtal við Guðmund Arnar Guðmundsson, leikstjóra myndarinnar.
Hreiður - Hlynur Pálmason og Ída Mekkín Hlynsdóttir
Stuttmyndin Hreiður var heimsfrumsýnd í Berlinale Special hluta hátíðarinnar. Hér má sjá viðtal við leikstjórann Hlyn Pálmason og leikkonuna Ídu Mekkín Hlynsdóttur, sem er jafnframt dóttir Hlyns.
Against the Ice - Baltasar Kormákur og Peter Flinth
Kvikmyndin Against the Ice var heimsfrumsýnd í Berlinale Special Gala hluta hátíðarinnar. Hér má sjá viðtal við Baltasar Kormák sem framleiddi myndina og leikstjórann Peter Flinth.
Scandinavian Films, samtök kvikmyndastofnanna á Norðurlöndunum, stóð fyrir viðtölunum en Kvikmyndamiðstöð Íslands er aðili að samtökunum. Fleiri viðtöl frá Berlínarhátíðinni má finna á Youtube síðu Scandinavian Films.