Um KMÍ
Á döfinni

23.2.2022

Samtök kvikmyndaleikstjóra standa fyrir vinnusmiðju fyrir heimildamyndir með stuðningi frá Kvikmyndamiðstöð Íslands

SKL stendur fyrir vinnusmiðju fyrir heimildamyndir í vinnslu. Smiðjan er haldin með stuðningi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Umsóknarfrestur er 6. apríl 2022.

Vinnusmiðjan er haldin í tvö skipti, það fyrsta tvo daga í byrjun maí á höfuðborgarsvæðinu og sú seinni í þrjá daga og er í samvinnu við alþjóðlegu heimildahátíðina IceDocs, sem er haldin 22.-26. júní. Nánari dagsetning verður staðfest þegar nær dregur. Smiðjan er fyrir heimildamyndir í vinnslu, hvort sem það er á handritsstigi, í tökum eða klippingu. Gert er ráð fyrir að 6 verkefni taki þátt.

Ráðgjafi er Marta Andreu, sem hefur mikla reynslu sem leiðbeinandi, meðal annars verið einn af leiðbeinendum í Torino Film Lab, Eurodoc og Open Doors of Locarno Film Festival og fjölda annara vinnusmiðja. Sjá nánar um Mörtu hér. Marta er hluti af World Cinema Fund Program hjá Berlinale síðan 2011, þar velur hún verkefni á ýmsum framleiðslustigum sem hljóta styrki sjóðsins.

Smiðjan er þátttakendum að kostnaðarlausu fyrir utan ferðakostnað og fæði. Fyrsta vinnusmiðjan verður á netinu, en Marta Andreu verður á staðnum á þeirri seinni. Ætlast til að allir þátttakendur taki fullan þátt á báðum smiðjunum og vinni að myndinni sinni milli smiðjanna.

Smiðjan fer fram á ensku og allar umsóknir skulu sendar á ensku á tölvupóstfangið yrsarocafannberg@gmail.com. Umsókn skal fylgja synopsis, treatment og stutt lýsing um verkið. Nefnd velur út 10 verkefni og áframsendir til Mörtu Andreu sem sér um loka val.