Um KMÍ
  • 29. júní - 30. júní

Brussels Co-Production Forum fer fram 29. og 30. júní - Fjallið kynnt sem verkefni í þróun

29. - 30. júní

Samframleiðslumarkaðurinn Brussels Co-Production Forum fer fram dagana 29. og 30. júní samhliða alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Brussel. Á markaðnum verða valin verkefni, sem eru í leit að meðframleiðendum eða fjármögnunaraðilum, kynnt fyrir fagaðilum. Íslenska verkefnið Fjallið eftir Ásthildi Kjartansdóttur er á meðal þeirra verkefna sem valið var inn á markaðinn. 

Þeir sem hafa áhuga á að sækja markaðinn geta sótt um hér, ásamt því að bóka fundi með framleiðendum verkefnanna.