Anorgasmia frumsýnd á RIFF
Kvikmyndin Anorgasmia, í leikstjórn Jóns E. Gústafssonar, verður frumsýnd á RIFF í flokknum Ísland í sjónarrönd, þar sem nýjar myndir með sterk tengsl við Ísland eru sýndar. Hátíðin hefur göngu sína í dag, 25. september og stendur yfir til 5. október.
Anorgasmia segir frá tveimur ókunnugum ferðalöngum sem verða strandaglópar á Íslandi þegar eldgos stöðvar allt flug til og frá landinu. Með þeim takast kynni og þau ákveða að stela bíl til að komast að gosstöðvunum. Það sem hófst sem bílferð breytist í ferðalag sem gjörbreytir lífi þeirra.
Myndin verður sýnd mánudaginn 29. september.
Sjá einnig:
Jörðin undir fótum okkar sýnd á RIFF
Heimildamyndin Síðasta verk Gunnars frumsýnd á RIFF
Þá verður kvikmynd Ara Alexanders Ergis Magnússonar, Missir, einnig sýnd á hátíðinni, en hún var frumsýnd hér á landi 2024, auk fjölda íslenskra stuttmynda.
Hægt er að kynna sér dagskrána á vef RIFF.
Aðrar myndir sem sýndar eru í flokknum, sem hafa tengingu við Ísland, eru Huldufólk (Hidden People), ævintýralegt gamandrama með Ólafi Darra Ólafssyni í aðalhlutverki, heimildamyndin Ísland, land sprakka úr smiðju Doris Buttignol, og heimildamynd Brandon Morgan, Síðasti bærinn í Reykjavík.