Um KMÍ
Á döfinni

12.7.2022

Berdreymi vinnur til verðlauna á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Taipei

Kvikmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar, Berdreymi, hlaut sérstök dómnefndarverðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Taipei, sem fór fram dagana 23. júní - 9. júlí í Taiwan. 

Í umsögn dómnefndar segir: „The filmmaker develops an alternative approach in the genre of coming-of-age. His surreal vision penetrates the angst of a group of teenagers, delivering a punch of realism as well as a touch of fantasy. Witnessing the director's courage in challenging the existing narration pattern and visual language, we look forward to seeing his further potential in the future“.

Berdreymi hefur notið mikillar velgengni á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum síðan hún var heimsfrumsýnd á Berlinale í febrúar. Nýverið vann kvikmyndin til verðlauna á fjórum ólíkum hátíðum í Transilvaníu, Slóveníu, Mexíkó og á Ítalíu.