Berdreymi og Volaða landi vegnar vel á kvikmyndahátíðum
Sigurganga kvikmynda Hlyns Pálmasonar og Guðmundar Arnars Guðmundssonar, Volaða land og Berdreymi, heldur áfram á erlendum kvikmyndahátíðum.
Berdreymi hlaut aðalverðlaun á kvikmyndahátíðinni í La Roche-sur-Yon í Frakklandi, sem fram fór 17.-23. október.
Myndin hlaut um helgina einnig áhorfendaverðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Ulaanbaatar (UBIFF ), sem haldin var í 14. skipti í ár í Mongólíu. Verðlaunin hlýtur sú mynd sem sýnd er í flokki alþjóðlegra kvikmynda á hátíðinni og fær hæstu meðaleinkunn í áhorfendakönnun. Hún keppti þar á móti 16 öðrum myndum frá 13 löndum, þar á meðal Triangle of Sadness eftir Ruben Östlund sem vann gullna pálmann í Cannes, og Alcarrás eftir Carla Simón sem vann Gullna björninn í Berlín.
Frá kvikmyndahátíðinni í Ulaanbatar í Mongólíu.
Volaða land var var valin besta kvikmyndin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Riga í Lettlandi (RIGAIFF) . Dómnefndin var einróma um valið og segir myndina vera marglaga þjóðsögu sem leikur sér að væntingum áhorfenda.
Frá Cine de Gáldar hátíðinni.
Ingvar Sigurðsson, sem fer með eitt aðalhlutverka myndarinnar, hlaut svo verðlaun sem besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni Cine de Gáldar á Spáni .
Sjá einnig: