Verk í vinnslu

Heimildamyndir

Coca Dulce Tabaco Frio

Þorbjörg Jónsdóttir

Tilraunakennd heimildamynd um hin heilögu plöntulyf coca og tóbak. Þrátt fyrir að þessar plöntur gegni mikilvægu hlutverki í trúarbrögðum og heimsmynd Amazon indjána eru þær misskildar og lítið um þær vitað í hinum Vestræna heimi.

Lesa meira

Jóhann Jóhannsson: Skapandi óreiða

Orri Jónsson

Persónuleg og tilraunakennd heimildarmynd um 30 ára listrænan feril Jóhanns Jóhannssonar tónskálds. Í myndinni varpar nánasta samstarfsfólk Jóhanns ljósi á einstakt sköpunarferli hans, og vinir og fjölskylda skoða á heiðarlegan hátt þau öfl og atburði sem mótuðu þennan sjálflærða listamann og færðu hann frá jaðri íslenskrar listasenu yfir í auga fellibylsins í Hollywood.

Lesa meira

Rokkamman

Hrafnhildur Gunnarsdóttir

Rokkamman, Andrea Jónsdóttir plötusnúður er á áttræðisaldri. Andrea hefur aldrei fallið í hefðbundin mót samfélagsins,
hún er í raun byltingin holdi klædd sem endurspeglar það samfélagsumrót sem hún hefur lifað á langri ævi.

Lesa meira