Verk í vinnslu

Leiknar kvikmyndir

Brace Your Heart

Amanda Kernell

Maidi (19) er hreindýrahirðir og er háð leiðtoganum Heikka (30) sem er hrifin af henni. Þegar Maidi verður ástfangin af frænda Heikka leggur Heikka bölvun á Maidi sem lætur hendur hennar skjálfa svo illa að hún getur ekki lengur sinnt hreindýrunum - og glatar sinni nýfundnu ást.

Lesa meira

Ástin sem eftir er

Hlynur Pálmason

Ástin sem eftir er fangar ár í lífi fjölskyldu þar sem foreldrarnir stíga fyrstu skrefin í átt að skilnaði. Á fjórum árstíðum fylgjumst við með hversdagslífi fjölskyldumeðlima í gegnum óvænt, fyndin og hjartnæm augnablik sem endurspegla hið breytta samband þeirra.

Lesa meira

Röskun

Bragi Þór Hinriksson

Ungur lögfræðingur glímir við eigin geðröskun eftir nauðgun svo hún veit ekki hvort um sé að ræða ímyndun, gerandann sem aldrei fannst eða hvort hún sé ásótt af konu sem var myrt í íbúðinni hennar tveimur árum áður.

Lesa meira

Anorgasmia

Jón E. Gústafsson

Tveir ferðalangar, Sam og Naomi, sem hafa aldrei sést áður, festast á Íslandi þegar eldgos stöðvar öll flug. Þau stela bíl til
að komast að gosinu og halda inn á hálendið. Þau komast aldrei að gosinu en ferðalagið veldur því að líf þeirra beggja taka nýja
stefnu.

Lesa meira

Eldarnir

Ugla Hauksdóttir

Anna Arnardóttir, einn helsti eldfjallafræðingur Íslands, stendur frammi fyrir tvennum hamförum: eldgosi sem ógnar öryggi höfuðborgarbúa og ástarsambandi sem gæti eyðilagt hjónaband hennar.

Lesa meira

Dimmalimm

Mikael Torfason

Eva hefur eytt síðustu tíu árum á geðsjúkrahúsi. Nú er hún útskrifuð og þarf að sigrast á bæði ótta sínum og geðveiki svo geti aftur tengst dóttur sinni, henni Lulu.

Lesa meira

The Hunter's Son

Ricky Rijneke

The Hunter's Son fjallar um feðga og eftirmála veiðiferðar sem fer úrskeiðis. Ein hvatvís gjörð verður að harmleik. 

Lesa meira