Leiknar kvikmyndir

200 Kópavogur
Grímur Hákonarson
Sagan gerist á sjöunda áratugnum þar sem bræðurnir Eríkur (31) og Bjarki (23) eru að byggja sér hús saman í Kársnesinu. Þegar Eiríkur biður yngri bróður sinn um að barna konuna sína Báru breytist líf þeirra allra til frambúðar.
Lesa meira
Bara barn
Vala Ómarsdóttir
Bara barn fjallar um unglingsstelpuna Júlíu sem þarf að bera mikla ábyrgð á litlu systur sinni, þar sem einstæð móðir þeirra vinnur vaktavinnu á spítala. Júlía er á tímamótum, bæði gagnvart eigin tilfinningum sem og ábyrgðinni sem hún ber gagnvart öðrum. Þegar Júlía kynnist svo Sölku lærir hún að standa með sjálfri sér.
Lesa meira
Á landi og sjó
Hlynur Pálmason
Við fylgjumst með tveimur fjölskyldum úr litlu samfélagi á Íslandi sem einn daginn ákveða að
flytja búferlum. Þær taka í sundur heimili sín, hlaða þeim á timburfleka, sigla yfir hafið og
endurbyggja á nýjum stað. Þetta er saga um lífið, að alast upp, lifa, elska, ferðast og skapa
sér líf.

Maður í kompunni
María Sólrún
Ungur dópisti felur sig inni í kompu hjá lögreglukonu og kærasta hennar til að afeitrast. Þegar lögreglukonan finnur hann, uppgötva þau að þau eru bæði íslensk, hún felur hann áfram og fer að gera rótækar breytingar bæði í vinnunni og einkalífinu.
Lesa meira
Sick Heart River
Graeme Maley
Eftir eltingarleik í gegnum norðursvæði Kanada fær dauðadæmdur ævintýramaður tækifæri til nýs lífs.
Lesa meira
LÓA – goðsögn vindanna
Gunnar Karlsson
Þegar lóurnar ákveða að fljúga ekki norður og boða vorið fer fimbulvetur í hönd og snædrottning rís til valda. Ung hugjónarsöm LÓA ákveður að safna saman hópi furðufugla sem leggja á sig stórkostlega hættu í miðju ríkidæmis drottningarinnar til þess að tryggja komu vorsins og þannig bjarga heiminum.
Lesa meira